EFNISFLOKKAR
Vatnsaflsvirkjunin virkjar rennsli ferskvatnsánna Mjólkár og Hofsár. Aðkoma Verkís að Mjólkárvirkjun hófst árið 1985.
Sérfræðingar Verkís unnu mat á staðháttum, verkhönnun, deilihönnun byggingarvirkja, útboðshönnun og gerð útboðsgagna fyrir raf- og vélbúnað sem og samræmingu deilihönnunar undirverktaka á þeim búnaði, og úttektir og gangsetningu virkjunarinnar.
Sérfræðingar Verkís unnu staðarmat og hagkvæmniathugun, EPC tilboðsgerð, útboðshönnun fyrir undirverktaka, deilihönnun allra byggingahluta virkjunarinnar, deilihönnun og/yfirferð hönnunar raf- og vélbúnaðar, sem og úttektir og gangsetningu virkjunarinnar.
Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun, verkhönnun, gerð útboðsgagna, deilihönnun byggingamannvirkja, útboðshönnun vél – og rafbúnaðar, sem og yfirferð á hönnun verktaka, og mat á umhverfisáhrifum.
Verkís var þátttakandi í undirbúningi áforma um Kárahnjúkavirkjun frá árinu 1978. Skýrsla um hagkvæmiathugun virkjunarinnar var gefin út árið 1999 og verkhönnunarskýrsla árið 2000.
Sérfræðingar Verkís unnu að yfirferð/rýni á verkhönnun og hönnunarforsendum virkjunarinnar ásamt yfirferð/rýni á hönnun byggingarvirkja. Jafnframt útboðshönnun á vél- og rafbúnaði og gerð útboðsgagna, mat á tilboðum verktaka og gerð verksamninga ásamt hönnunarrýni á deilihönnun verktaka á vél- og rafbúnaði.
Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun, verkhönnun og útboðsgögn ásamt deilihönnun byggingahluta virkjunarinnar og yfirferð á hönnun verktaka.
Úttektin gengur út að greina hvort þörf sé á að stofna smávirkjanasjóð á Vestfjörðum sem hefði það að markmiði að styðja við fyrstu skref í rannsóknum og auka möguleika á litlum virkjunum á Vestfjörðum.
Með stækkun Búrfellsvirkjunar varð nýting rennslis Þjórsár við Búrfell aukin umtalsvert, en áður rann að jafnaði um 410 gígavattstundir af orku framhjá stöðinni á ári hverju.
Í dag er um 80 prósent af rafmagni í Georgíu framleitt með vatnsafli og um 20 prósent með jarðgasi. Markmiðið er að geta veitt fleirum í landinu sjálfbæra orku og er vatnsaflsvirkjunin Akhalkalaki HPP liður í því.
Verkís vann mat á umhverfisáhrifum fyrir Litluvelli ehf. ásamt frumhönnun og hagkvæmnisathugun.
Glerárstífla er um 90 metra löng og 7,4 metra há steinsteypt stífla í Glerárdal á Akureyri og er hluti af Glerárvirkjun II.
Verkís vann að mati á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar fyrir SSB Orku.
Framkvæmdir við endurbyggingu Gönguskarðsárvirkjunar hófust í júlí 2015. Verkís annaðist alla hönnun mannvirkja og búnaðar og eftirlit með framkvæmdum.
Fossárvirkjun er í Engidal, inn af Skutulsfirði, á Vestfjörðum. Hún var fyrst gangsett árið 1937. Verkís tók þátt í endurnýjun á fyrri virkjun árin 2011 til 2015.
Ofanleiti 2 / 103 Reykjavík / Ísland /+ 354 422 8000 / verkis@verkis.is