Þjónusta

BREEAM

Vistvottunarkerfið BREEAM er með þekktari vistvottunarkerfum fyrir byggingar, hvort sem það eru nýbyggingar eða endurbætur.

Áhersla á umhverfisvæn byggingarefni

Markmið BREEAM er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, byggja heilnæmar og öruggar byggingar auk þess að draga úr rekstrarkostnaði. Til dæmis er lögð áhersla á að velja umhverfisvæn byggingarefni, tryggja gott aðgengi að sjálfbærum samgöngum og huga að orkunýtni. BREEAM býður einnig upp á vottun á skipulagi, mannvirkjum öðrum en byggingum og umhverfisstjórnun byggingar.

Sérfræðikunnátta til staðar

Sérfræðingar Verkís hafa margra ára reynslu og þekkingu á vottunarkerfi BREEAM. Verkís býður upp á ráðgjöf vegna BREEAM vottana, aðstoð við hönnun samkvæmt kröfum BREEAM og úttektir á BREEAM verkefnum.
Hjá fyrirtækinu vinna sérfræðingar með BREEAM AP réttindi og geta fylgt Breeam kröfum eftir á hönnunar- og framkvæmdastigi.  Þá vinna á Verkís viðurkenndir matsaðilar sem geta tekið út verkefni og staðfest vottun samkvæmt BREEAM stöðlum.
Fyrirtækið hefur einnig á að skipa sérfræðingum með margvíslegan bakgrunn sem sjá um að afla þeirra ganga sem krafist er hverju sinni, svo sem vegna mengunarrannsókna, áhættumats, flóðamats og svo framvegis. Hjá Verkís er lögð áhersla á samræmd vinnubrögð, góða þekkingu á stöðlum BREEAM og faglegt eftirlit.

 

Þjónusta

Verkefni

  • Dalskóli í Úlfarsárdal (EV)
  • Sundhöll Reykjavíkur (EV)
  • Nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (Breeam AP)
  • Leikskóli á Kleppsvegi

Tengiliðir

Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Samgöngur og umhverfi
ev@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is