Ráðgjöf um úrgang og endurnýtingu
Verkís veitir heildstæða ráðgjöf og lausnir á sviði sorphirðu, úrgangsmeðferðar og endurvinnslu, með áherslu á skilvirkni, sjálfbærni og öryggi. Við leggjum áherslu á að ferli sorphirðu og meðferðar úrgangs séu bæði ábyrgt og umhverfisvænt.
Sorphirða fer fram frá heimilum, fyrirtækjum og móttöku- eða grenndarstöðvum samkvæmt lögum og reglugerðum. Verkís aðstoðar við að skipuleggja og bæta sorphirðuferla til að gera þá skilvirkari, auðveldari og sjálfbærari í framkvæmd.
Urðunarstaðir eru svæði ætluð til losunar úrgangs sem ekki er hægt að endurvinna eða nýta á annan hátt. Urðun skal fara fram samkvæmt starfsleyfi og með aðferðafræði sem veldur sem minnstum áhrifum á umhverfið. Verkís sér um ráðgjöf og umsýslu sem tryggir faglega og örugga meðferð úrgangs á urðunarstöðum.
Ýmis byggingarefni, svo sem viður, málmar, steypa og gler, má endurvinna eða endurnýta til að draga úr sóun og minnka kolefnisspor framkvæmda. Verkís býður ráðgjöf varðandi möguleika til endurvinnslu og endurnýtingu byggingarefna til að uppfylla kröfur vottunarkerfa BREEAM og Svansins.
Úrgangsáætlanir tryggja góða stjórn og meðferð úrgangs sem fellur til við framkvæmdir og rekstur. Með skipulagðri áætlanagerð er hægt að stuðla að aukinni endurvinnslu og endurnýtingu og draga úr urðun, sem stuðlar að sjálfbærari og umhverfisvænni framkvæmdum.
Þjónusta
- Sorphirðulausnir
- Hönnun á gassöfnun (metan)
- Umsjón starfsleyfismála
- Endurvinnsla byggingarefna
- Úrgangsáætlanir
- Niðurrifsáætlanir