Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða
Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða sem Orka náttúrunnar (ON) hefur sett upp. Þeir eru á Glerártorgi á Akureyri, Digranesgötu í Borgarnesi og við Perluna í Öskjuhlíð. Auk þess hannaði Verkís fráveitu fyrir hleðslusvæðið í Borgarnesi og tók þátt í hönnun á heimtaugum fyrir stöðvarnar á Akureyri og Perlunni í samstarfi við Norðurorku og […]
Úthlutað úr Aski
Úthlutað úr Aski. Þann 9. febrúar sl. var úthlutað úr Aski til nýsköpunar og mannvirkjarannsókna. Sandra Ósk Karlsdóttir tók á móti styrk fyrir hönd Verkís fyrir verkefni sem ber heitið Fleygrúnir hringrásar mannvirkja (The cuneiform of circular construction (CUNEIFORM)). Þetta verkefni snýr að því að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með því að skoða aðgerðir hjá […]
Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER
Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER. Orkuskiptaverkefnið WHISPER, sem er undir forystu Verkís, er fjögurra ára verkefni sem er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins, sem stuðlar að um það bil 2,5% af losun koltvísýrings á heimsvísu. Fjölbreyttur hópur evrópskra aðila vinna að […]
Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs
Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs. Verkís var eitt af fjórum fyrirtækjum sem að fengu styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, sem veittur var í síðustu viku. Markmið sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Hin fyrirtækin voru Tern systems, As We Grow og Creditinfo Group. Verkefni Verkís ber […]
Verkís í Gryfino
Verkís í Gryfino. Í síðasta mánuði tók Verkís þátt í ráðstefnu í Póllandi þar sem verkefnið „Adaptation to Climate Change through the development of Green and Blue infrastructure in Gryfino” var kynnt. Á ráðstefnunni hélt Sigurður Grétar Sigmarsson, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís, kynningu á blágrænum ofanvatnslausnum, og Haukur Þór Haraldsson, viðskiptaþróunarstjóri hjá Verkís, hélt almenna kynningu […]
Sidewind og Verkís
Sidewind og Verkís. Undanfarin misseri hafa Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heimsótt spennandi íslensk nýsköpunarfyrirtæki. Í gær heimsóttu þau fyrirtækið Sidewind og skoðuðu láréttar vindmyllur sem að fyrirtækið hefur hannað. Verkís var með sína fulltrúa á staðnum þar sem mikið og gott samstarf hefur verið […]
Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík
Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík. Á þriðjudaginn síðasta var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík. Skipið sem fékk þennan heiður er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi fræga norska landkönnuðarins Amundsen. Verkís hf kom að gerð útboðsgagna og eftirlits með lágspennu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð við gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að […]
Jarðvarmaverkefni í Úkraínu
Jarðvarmaverkefni í Úkraínu. Verkís stýrir uppbyggingarverkefni í Úkraínu með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Verkís hlaut nýverið styrk upp á rúmar níu milljónir króna til að undirbúa virkjun grænnar orku í vestur Úkraínu að stríði loknu. Meginmarkmið verkefnisins er að greina eftirsóknarverð jarðhitasvæði og skoða hagkvæmni þess að nýta jarðhita með beinum hætti; til húshitunar, í […]
Samstarfsráðstefna í Póllandi
Samstarfsráðstefna í Póllandi. Tveir starfsmenn Verkís tóku þátt í samstarfsráðstefnu á milli Póllands og Íslands í Varsjá í dag. Á ráðstefnunni var fjallað um jarðhita, orkuskipti, kolefnisföngun og geymslu. Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orku- og iðnaðarsviði Verkís, hélt erindi fyrir hönd fyrirtækisins þar sem hann fjallaði um reynslu Verkís á sviði jarðvarma og þá ráðgjöf […]
Verkís í samstarf um jarðhita á Indlandi
Verkís í samstarf um jarðhita á Indlandi. Indverska ráðgjafafyrirtækið Techon undirritaði fyrr í þessum mánuði, ásamt Verkís og ISOR, viljayfirlýsingu um samstarf um jarðhitavinnslu og -nýtingu á Indlandi. Fyrirtækin þrjú hafa um nokkurra ára skeið skoðað tækifæri á þessu sviði í landinu og vinna saman að jarðhitavirkjun á í héraðinu Puga á Indlandi. Vaxandi áhugi […]
Niðurdæling hafin á Nesjavöllum
Niðurdæling á koldíoxíði (CO2) og brennisteinsvetni (H2S) frá Nesjavallavirkjun er hafin eftir að ný tilraunastöð Carbfix til kolefnisföngunar- og förgunar við virkjun Orku náttúrunnar á Nesjavöllum var tekin í notkun. Tilraunastöðin sem var þróuð og smíðuð fyrir verkefnið er færanleg, sem opnar möguleika á að nýta hana í önnur tilraunaverkefni á vegum Carbfix síðar meir. […]
Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski
Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski. Verkefni Verkís, Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga á höfuðborgarsvæðinu, hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði í síðustu viku. Verkefnið er meðal þeirra sem tengjast orkunýtingu og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar. Þrjátíu og níu verkefni hlutu styrk að þessu sinni og afhentu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurður Ingi […]
Verkís mælir matarsóun á Íslandi
Verkís mælir matarsóun á Íslandi. Umhverfisstofnun stendur um þessar mundir fyrir rannsókn á matarsóun á Íslandi. Skoða á matarsóun og matartap allt frá frumframleiðslu til neytenda. Kortlagning matarsóunar er ein af forsendum þess að hægt verði að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr sóun. Verkís vinnur rannsóknina fyrir hönd Umhverfisstofnunar. Verkefnið felst í […]
Verkís leiðir nýsköpunarverkefni í orkuskiptum
Verkís leiðir 1,4 milljarða króna nýsköpunarverkefni í orkuskiptum. Orkuskiptaverkefnið WHISPER hefur hlotið 1,4 milljarða króna styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. Verkefninu er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins. WHISPER er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni en íslensk fyrirtæki eru þar í meirihluta. Verkís […]
