Skip to content

Verkefni

Höfðinn

Höfðinn er nýr borgarhluti í mótun. Til stendur að breyta gamalgrónu iðnaðarhverfi í lifandi og græna íbúðabyggð.

Áætlað er að á svæðinu rísi allt að átta þúsund íbúðir og þrír grunnskólar í fullbyggðum borgarhluta í bland við þjónustu og aðra atvinnustarfsemi.



Gert er ráð fyrir að íbúar á svæðinu verði allt að tuttugu þúsund talsins.

Það sem einkennir Höfðann hvað helst eru grænar áherslur. Leiðarljós allrar skipulagsvinnu er að styðja við markmið borgarinnar í loftslagsmálum sem stuðla að sjálfbærri þróun borgarumhverfisins. Borgarlína mun liggja þvert á svæðið en mikil áhersla verður lögð á hágæða almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. 

Verkís hefur komið að verkefninu á ýmsa vegu frá árinu 2015, meðal annars gatnahönnun, umferðarmálum, lagnahönnun, hönnun blágrænna ofanvatnslausna, gerð umhverfismats, mengunarrannsóknum, jarðtæknirannsóknum og hönnun hljóðvistar.


Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:


Höfðinn, Reykjavík


Verktími:


2015-

 

Heimsmarkmið