Skip to content
Þjónusta

Umhverfisstjórnun

Verkís aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að hafa stjórn á umhverfisáhrifum sínum og vinna markvisst að umbótum í samræmi við umhverfisstefnu.

Markviss umhverfisstjórnun þarfnast skilvirks umhverfisstjórnunarkerfis þar sem lögð er áhersla á umhverfismál í öllum þáttum starfseminnar.



Vinna markvisst að umbótum

Umhverfisstjórnunarkerfi sem byggt er upp samkvæmt ákveðnum stöðlum getur fengið vottun óháðs aðila. Dæmi um viðurkennda alþjóðlega staðla eru ISO 14001. Vottað umhverfisstjórnunarkerfi er sönnun þess að starfsemi uppfylli tilteknar kröfur um markvissa stjórnun umhverfisþátta og stöðugar umbætur á frammistöðu í umhverfismálum. Vottun samkvæmt alþjóðlegum vottunarkerfum, svo sem BREEAM og norræna Svaninum, felur einnig í sér umhverfisstjórnun.

Verkís hefur á að skipa sérfræðingum á ýmsum sviðum umhverfis- og gæðastjórnunar. Við aðstoðum fyrirtæki við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstjórnunar, veitum ráðgjöf varðandi umhverfisvottanir og tökum að okkur gagnaöflun og gagnavinnslu sem krafist er af vottunarkerfum. Ráðgjafar Verkís eru viðurkenndir úttektaraðilar fyrir BREEAM og Svaninn vottunarkerfin.

Verkís býður upp á umhverfis- og vöktunaráætlanir sem snýr að greiningu á kröfum til tiltekinna framkvæmda, aðgerða sem grípa þarf til og fyrirhugaða vöktun umhverfisins. Gerð greinargerðar sem uppfærist með verkefninu.

Þjónusta


Verkefni

  • Dalskóli í Úlfarsárdal (BREEAM)
  • Sundhöll Reykjavíkur (BREEAM)
  • Nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (BREEAM)
  • Leikskóli á Kleppsvegi (BREEAM)
  • Svansvottun á Fífuborg í Reykjavík
  • Svansvottun á endurbótum húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
  • Svansvottun á byggingu fjölbýlishúss við Áshamar í Hafnarfirði
  • Umhverfisyfirlýsingar fyrir steypu Steypustöðvarinnar
  • Umhverfisyfirlýsingar fyrir fylliefni í steypu Steypustöðvarinnar


Tengiliðir

Elín Vignisdóttir
Landfræðingur M.Sc.
Svið: Mannauður og ferlar
ev@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is