Þjónusta
Landtenging skipa
Skip þurfa ekki aðeins orku þegar þeim er siglt um heimsins höf, mörg þeirra þurfa einnig rafmagn þegar þau liggja við bryggju.
Boðið hefur verið upp á landtengingar skipa í íslenskum höfnum frá því vel fyrir 1980.
Þjónusta
Skip þurfa ekki aðeins orku þegar þeim er siglt um heimsins höf, mörg þeirra þurfa einnig rafmagn þegar þau liggja við bryggju.
Boðið hefur verið upp á landtengingar skipa í íslenskum höfnum frá því vel fyrir 1980.
Þessar landtengingar hafa verið fyrir minni skip en ekki fyrir stærstu skipin á borð við stærri fiskiskip við löndun, fraktskip, varðskip, rannsóknarskip og skemmtiferðaskip. Ástæða þess er sú að hafnirnar hafa ekki nægilega aflmiklar tengingar og eins er einhver hluti þessara skipa ekki tilbúinn til að tengjast landrafmagni á Íslandi. Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni sem snúa að landtengingum skipa.
Landtenging skipa er umhverfisvæn lausn þar sem hægt er að slökkva á ljósavélum þeirra þegar þau liggja við bryggju og eru þá tengd við rafmagn. Þar með er öllum bruna eldsneytis hætt og þá verður jafnframt minni hljóðmengun frá skipunum á meðan þau eru í höfninni.
Ísland er meðal þeirra 187 landa sem eru aðilar að Parísarsáttmálanum, sem skyldar þjóðir til að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum innan ákveðinna marka. Til að ná því markmiði hefur ríkisstjórn Íslands sett fram aðgerðaáætlun í loftlagsmálum þar sem farið er yfir hvaða leiðir eru færar til að minnka útblástur. Það er mikið verk fyrir höndum, meðal annars í orkuskiptum samgangna. Verkís leggur sitt af mörkum, meðal annars með miðlun þekkingar og reynslu.
Til þess að hægt sé að landtengja skip þarf að styrkja rafkerfi að höfnum og á hafnarbakka þannig að tengingarnar geti útvegað það afl sem þarf. Verkís hefur unnið að landtengingarverkefnum víða um land fyrir hafnir og orkufyrirtæki ásamt því að afla sér sérfræðiþekkingar, meðal annars með því að fylgjast grannt með þróun stærri landtenginga í öðrum löndum.
Landtenging skipa er umhverfisvæn lausn og skipar lykilhlutverk í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum.
Hallgrímur Örn Arngrímsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hoa@verkis.is
Kjartan Jónsson
Rafmagns- og rekstrariðnfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kj@verkis.is