Þjónusta

Stjórn- og varnarbúnaður

Hjá Verkís starfar breiður hópur starfsfólks með víðtæka þekkingu og reynslu ásamt þjálfuðu fólki í prófunum á stjórn- og varnarbúnaði.

Verkís býður alla almenna þjónustu við varnarbúnað raforkukerfa hjá orkufyrirtækjum og iðnfyrirtækjum.

Metnaður fyrir góðum verkum

Verkís á kerfisgreiningarhugbúnaðinn DigSilent Power Factory og getur tekið að sér að reikna út stilligildi varnaliða í samsettum kerfum auk þess að gera greiningu á ýmsum tilvikum sem upp kunna að koma í kerfinu.

Verkís á einnig prófunartæki frá OMICRON, sem er sérhannað fyrir prófanir á varnarbúnaði (liðavernd). Notkun prófunartækis beinist fyrst og fremst að varnarbúnaði rafala og spenna annars vegar og dreifikerfum á millispennu hins vegar. Einnig má nota prófunartækið til prófana á mælibúnaði og upplýsingar til stjórnkerfis.

Sérfræðingar okkar hafa skipað sér í fremstu röð á Íslandi þegar kemur að varnarbúnaði raforkukerfa. Við leggjum okkar metnað í að skila af okkur góðu og nákvæmu verki með þarfir verkkaupa í huga. Þannig náum ekki aðeins við árangri heldur einnig viðskiptavinir okkar. Það eru okkar kjörorð.

Við göngum inn í sérhvert verkefni með þarfir verkkaupa í huga og leggjum metnað í að skila af okkur góðu og nákvæmu verki.

Þjónusta

Tengiliðir

Guðbjörn Gústafsson
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
gug@verkis.is

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is