Tryggjum öryggi
Við viljum auka áfallaþol starfseminnar, tryggja markviss viðbrögð og skjóta endurreisn, þannig að óvænt áföll hafi sem minnst áhrif á hana.
Kröfur fyrirtækja og starfsmanna til öruggs og heilsusamlegs vinnuumhverfis fara vaxandi sem og eftirfylgni löggjafans um að lágmarkskröfur séu uppfylltar. Sífellt fleiri fyrirtæki gera strangari kröfur til öryggismála en lágmarkskröfur löggjafans gera ráð fyrir.
Við undirbúning framkvæmda, framkvæmdir og rekstur fyrirtækja þarf að meta þá áhættu sem starfsemin felur í sér og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Einnig þarf að meta þau áhrif sem óvæntir utanaðkomandi atburðir geta haft á starfsemina og bregðast við þeim á viðunandi hátt til að tryggja samfelldan rekstur.
Þarfagreiningar og úttektir á stöðu öryggismála hjá fyrirtækjum og stofnunum eru gagnlegar til að koma auga á þau atriði sem þarfnast úrbóta.
Sérfræðingar Verkís í öryggismálum og á fjölbreyttum fagsviðum sinna þverfaglegum verkefnum sem lúta bæði að framkvæmdum og rekstri fyrirtækja.
Verkefni
- Landsnet: Neyðarsamstarf raforkukerfisins
- Raforku-, stóriðju- og fjármálafyrirtæki: Neyðarstjórnun
- Forsætisráðuneytið: Innviðir2020
- Almannavarnir: Varnir mikilvægra innviða, Viðbrögð við flóði vegna eldgoss í Bárðarbungu
- Vegagerðin – vinnuvernd
- Seltjarnarnesbær – vinnuvernd
- Nýr Landspítali: Áhættumat hönnuða á undirbúningsstigi framkvæmda
- HS orka: Áhættumat hönnuða á undirbúningsstigi vegna Orkuvera á Reykjanesi
- RTA Straumsvík: Áhættugreining ýmissa framleiðsluferla og endurbóta