30/10/2019

Verkís tekur þátt í BIM deginum

Verkís tekur þátt í BIM deginum
skolpdaelustod-vid-naustavog

Verkís tekur þátt í BIM deginum. Á morgun fer BIM dagurinn fram á Reykjavík Natura. Um er að ræða ráðstefnu þar sem fluttir verða sex fyrirlestrar um notkun BIM á öllum sviðum mannvirkjagerðar.

Í ár verða bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar en með því að fá fyrirlesara erlendis frá er verið að stuðla að aukinni BIM þekkingu hér á landi. Ráðstefnan er haldin af BIM Ísland.

BIM (e: Building Information Modeling) er aðferðafræði sem nýtist á líftíma mannvirkis, allt frá hönnun til verklegra framkvæmda, reksturs og viðhalds. BIM líkan er byggt upp af þrívíðum byggingarhlutum ásamt upplýsingum um þá.

Verkís hefur sett sér markmið um að vera leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í BIM á Íslandi sem getur veitt vandaða og faglega BIM ráðgjöf á alþjóðlegum mælikvarða ásamt því að vera virkur þátttakandi í faglegu starfi á sviði BIM aðferðafræðinnar og BIM innleiðingarinnar á Íslandi. Verkís hefur komið að mörgum BIM verkefnum á Íslandi og í Noregi.

Sem dæmi um verkefni má nefna Aðaltorg, fjölbýlishús við Silfratjörn, skólpdælustöð við Naustavog, Holmen sundhöll, stækkun Búrfellsvirkjunar og metangasverksmiðju í Bergen.

Verkís er styrktaraðili BIM Ísland og á einnig fulltrúa í stjórn félagsins, Davíð Friðriksson, BIM ráðgjafa og byggingarfræðing.

Bæklingur um BIM hjá Verkís 
Heimasíða BIM Ísland 

Verkís tekur þátt í BIM deginum
skolpdaelustod-vid-naustavog