Verkís mælir matarsóun á Íslandi
Verkís mælir matarsóun á Íslandi. Umhverfisstofnun stendur um þessar mundir fyrir rannsókn á matarsóun á Íslandi. Skoða á matarsóun og matartap allt frá frumframleiðslu til neytenda. Kortlagning matarsóunar er ein af forsendum þess að hægt verði að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr sóun. Verkís vinnur rannsóknina fyrir hönd Umhverfisstofnunar.
Verkefnið felst í því að mæla matarsóun í allri virðiskeðju matvæla á Íslandi og leitast eftir að aðskilja mælingar fyrir mismunandi þrep virðiskeðjunnar. Þrepin eru: Frumframleiðsla, vinnsla og framleiðsla, smásala, flutningur og önnur dreifing matvæla, veitingahús og matarþjónusta og heimili.
Rannsóknin er tilkomin vegna nýrra reglna ESB um reglubundnar mælingar á matarsóun en Umhverfisstofnun er skylt að framkvæma rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi.
Matarsóun er ekki síst peningamál – RÚV.is (ruv.is)