17/01/2024

Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER

Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER
© www.whisperenergy.eu

Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER. Orkuskiptaverkefnið WHISPER, sem er undir forystu Verkís, er fjögurra ára verkefni sem er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins, sem stuðlar að um það bil 2,5% af losun koltvísýrings á heimsvísu. 

Fjölbreyttur hópur evrópskra aðila vinna að þessu risavaxna verkefni sem snýr í fyrsta lagi að nýta blandaða sólar- og vindorkutækni þar sem láréttar vindmyllur SideWind og sérhannaðar sólarorkusellur Solbian framleiða raforku fyrir innri orkunotkun skipanna. Í öðru lagi verða þróuð rafstýrð segl á vegum franska fyrirtækisins Ayro, sem hjálpa til við að knýja skipin áfram. Samhliða verður einnig unnið að geymslulausnum fyrir rafmagn. Stefnt er að 30% eldsneytissparnaði á endurgerðum flutningaskipum og allt að 15% á endurgerðum gámaskipum.

Í hópnum, undir forystu Verkís, eru samstarfsaðilar eins og Sidewind, AYRO, Solbian, CANOE, Ant. Topic, Dotcom, Samskip (Nav-Tech), Stirling Design International, BBA//Fjeldco, Lloyd’s Register, Athygli og Inspiralia GmbH.

Á fyrsta ári verkefnisins var ráðist í umtalsverða undirbúningsvinnu sem lauk með upphafsfundi í Reykjavík. Á þessum fundi var komið á fót hlutverkum, verkferlum og kerfishönnun. Verkís er í forsvari fyrir verkefnið sem er skipt niður í 8 verkefnaflokka sem stuðlar að skilvirkri framkvæmd.

Frá upphafsfundi WHISPER 2023
Frá upphafsfundi WHISPER 2023

Fleiri fréttir af verkefninu má nálgast á mörgum vettvöngum, þar á meðal ársfjórðungslega fréttabréfið „Whisper from Whisper.“ Áhugasamir eru einnig hvattir til að skoða www.whisperenergy.eu og leita að „Whisper energy project“ á samfélagsmiðlunum LinkedIn, X og Facebook.

 

Heimsmarkmið

Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER
© www.whisperenergy.eu