Verkís í samstarf um jarðhita á Indlandi
Verkís í samstarf um jarðhita á Indlandi. Indverska ráðgjafafyrirtækið Techon undirritaði fyrr í þessum mánuði, ásamt Verkís og ISOR, viljayfirlýsingu um samstarf um jarðhitavinnslu og -nýtingu á Indlandi. Fyrirtækin þrjú hafa um nokkurra ára skeið skoðað tækifæri á þessu sviði í landinu og vinna saman að jarðhitavirkjun á í héraðinu Puga á Indlandi.
Vaxandi áhugi er á möguleikum í tengslum við jarðhita á þessu svæði á Indlandi. Yfirvöld orkumála vilja sjá aukna sjálfbærni í orkuframleiðslu og olíufyrirtæki þurfa að kanna nýjar leiðir í takt við breytta tíma. Utanríkisráðuneyti Íslands á Indlandi og sendiráð Ísland í Delhi hafa einnig lagt hönd á plóg við stofnun nýrra sambanda og verkefna.
Verkís og ISOR munu leggja til langa reynslu og þekkingu á jarðhitavinnslu og verkefnastjórn í góðri samvinnu við starfsfélaga á Indlandi.