27/02/2023

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski 

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski
Davíð Thor Guðmundsson og Hallgrímur Örn Arngrímsson, viðskiptastjórar á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski. Verkefni Verkís, Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga á höfuðborgarsvæðinu, hlaut styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði í síðustu viku. Verkefnið er meðal þeirra sem tengjast orkunýtingu og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar.

Þrjátíu og níu verkefni hlutu styrk að þessu sinni og afhentu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, styrkina við athöfn í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Höfundur verkefnisins hjá Verkís er Hallgrímur Örn Arngrímsson, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís. Á síðasta ári fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu þar sem fyrstu skref í verkefninu voru tekin. Verkefnið fellur vel að áherslum ASK um tækninýjungar sem auka framleiðni og draga úr umhverfisáhrifum.

Stjórnarráðið | 95 milljónir í styrki til rannsókna og nýsköpunar á sviði mannvirkjagerðar (stjornarradid.is)

 

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski 
Frá vinstri: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Davíð Thor Guðmundsson, Hallgrímur Örn Arngrímsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski 

Heimsmarkmið

Verkefni Verkís hlýtur styrk úr Aski
Davíð Thor Guðmundsson og Hallgrímur Örn Arngrímsson, viðskiptastjórar á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís.