Verkefni

Akhalkalaki

Í dag er um 80 prósent af rafmagni í Georgíu framleitt með vatnsafli og um 20 prósent með jarðgasi.

Markmiðið er að geta veitt fleirum í landinu sjálfbæra orku og er vatnsaflsvirkjunin Akhalkalaki HPP liður í því.

Akhalkalaki vatnsaflsvirkjunin nýtir fall tveggja vatnsfalla; Paravani með fallhæð 61 metra og virkjað rennsli 15 rúmmetra á sekúndu og Korkhi með fallhæð 72 metra og virkjað rennsli 2,8 rúmmetra á sekúndu.

Frá inntaksmannvirki í Paravani er vatninu veitt um 3,3 kílómetra leið í þrýstipípu sem er 2,8 metrar í þvermál. Frá inntaksmannvirki Korkhi verður vatninu veitt um 2 kílómetra langa pípu sem er 1,2 metri í þvermál. Bæði inntaksmannvirkin verða útbúin með hreinsibúnaði fyrir rusl en talsvert af slíku berst niður árnar.

Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun og útboðsgögn í undirbúningsfasa virkjunarinnar, fóru yfir tilboð verktaka ásamt því að veita ráðgjöf vegna tilboðanna.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Georgía

Stærð:

9,1 megavött og 50 gígavattstundir

Verktími:

2018-

 

Heimsmarkmið