Byggingar

Lýsingarhönnun

Teymið okkar hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín á sviði lýsingarhönnunar.

Lýsing er verkfæri til að eiga í sjónrænum samskiptum við umhverfið okkar.

Okkar nálgun

Nálgun Verkís á lýsingu snýst um að leiða saman vísindi, þekkingu og fagurfræði, þannig að hægt verði að fá sem bestu útkomu í hvaða verkefnum sem er.

Lýsingarhönnun er hluti af hönnunarferli við hönnun bygginga, gatna og svæða, þar sem lýsingarkerfi spila stórt hlutverk í öllum byggingum og í okkar nærumhverfi. Þess vegna þarf að vanda val á búnaði svo að hann sé í samræmi við þarfir og óskir verkkaupa og falli vel að hönnun og arkitektúr.

Teymi Verkís hefur unnið til fjölda verðlauna, til að mynda Norrænu lýsingarverðlaunin í tvígang, 40under40 lýsingarverðlaunin og Íslensku lýsingarverðlaunin.

Innilýsing

Við hönnun á innilýsingu þarf að hafa í huga hvaða skilyrði rýmið þarf að uppfylla, hvort sem það er tæknileg lýsing eða arkitektúr lýsing. Þannig getum við passað að upplifun, þægindi og öryggi haldist í hendur.

Útilýsing

Frelsi til að ráða því hvernig við lýsum upp umhverfið okkar gefur okkur mikið vald yfir umhverfinu en því fylgir jafnframt mikil ábyrgð. Okkar nálgun er að finna rétta jafnvægið milli umhverfisins og mannlegra þarfa. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir ljósmengun og skapa ánægjulegt andrúmsloft.

Lýsing spilar stórt hlutverk við hönnun bygginga og hafa sérfræðingar okkar ávallt það markmið að skapa jafnvægi og ánægjulegt andrúmsloft með lýsingu.

Verkís er aðili að Ljóstæknifélagi Íslands.

Bæklingur: Lýsingarhönnun

Þjónusta

  • Almenn lýsingarhönnun og val á lýsingarbúnaði
  • Sérhönnun á lampabúnaði og forritun
  • Dagsbirtunotkun og áhrif hennar á byggingar
  • Lýsingarútreikningar og þrívíð ásýnd
  • Kostnaðargreining á afl- og viðhaldskostnaði
  • Rýni, eftirlit á hönnun og uppsetningu kerfa
  • Hefðbundnar teikningar með lampayfirliti
  • Tví- og þrívíðar myndir ásamt hreyfimyndum í sýndarmódeli

Verkefni

Tengiliðir

Ingólfur Arnarson
Rafiðnfræðingur
Svið: Byggingar
iar@verkis.is

Kristinn Ellert Guðjónsson
Raflagna- og lýsingarhönnuður
Svið: Byggingar
keg@verkis.is

Tinna Kristín Þórðardóttir
Byggingafræðingur / Lýsingarhönnun M.Sc.
Svið: Byggingar
tkt@verkis.is