Þjónusta

Mannvirki

Styrkur Verkís er að veita heildarlausn á allri mannvirkjahönnun sem tengist þeim verkefnum sem viðskiptavinurinn vinnur að.

Mannvirki fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki þurfa að henta þeirri starfsemi sem þau eru ætluð fyrir, ásamt því að uppfylla kröfur laga, reglugerða og aðstæðna á byggingarstað.

Áratugareynsla

Verkís veitir þjónustu á öllum sviðum mannvirkjagerðar og má þar nefna frumathuganir, gerð hönnunar- og kostnaðaráætlana, útboð og samningagerð. Þá tökum við að okkur fjölmörg verkefni á sviði jarðtækni, burðarvirkja, lagna og loftræsingar, eldvarna og brunaöryggis, hljóðtækni, BIM aðferðafræðinnar og lýsingarhönnunar.

Með reynslu af vinnu við margvísleg verkefni í farteskinu erum við lausnamiðuð, sveigjanleg og höfum að markmiði að finna hagkvæma lausn á hönnun mannvirkja eins og hentar verkefninu hverju sinni.

Með náinni samvinnu alls fagfólks okkar höfum við náð góðum árangri við að skipuleggja og leysa mannvirkjahönnun í samræmi við settar tíma- og kostnaðaráætlanir. Það gerir það að verkum að verkefnin eru ávallt farsæl án þess að missa sjónar á hagkvæmni og öguðum vinnubrögðum.

Þjónusta

Tengiliðir

Hannibal Ólafsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
ho@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is