Þjónusta
Verkefnisstjórnun
Verkís nálgast verkefnisstjórnun út frá eðli og þörfum hvers verkefnis fyrir sig.
Góð verkefnisstjórnun er forsenda góðrar útkomu, óháð stærð verkefna.
Þjónusta
Verkís nálgast verkefnisstjórnun út frá eðli og þörfum hvers verkefnis fyrir sig.
Góð verkefnisstjórnun er forsenda góðrar útkomu, óháð stærð verkefna.
Verkefnisstjórnun er unnin í samræmi við vottaða verkferla sem tryggja fagleg vinnubrögð, rekjanleika samskipta og ákvarðana. Mat á árangri byggist síðan á samanburði á niðurstöðu verkefnisins við fyrirfram skilgreind markmið fyrir t.d. tíma, kostnað og öryggis-, heilsu- og umhverfismál.
Öll verkefni eiga sér ákveðinn lífsferil sem leiðir þau frá hugmynd að forathugun, skipulagi og framkvæmd, að verklokum og mati á árangri. Gott skipulag á fyrri stigum verkefnis skilar sér undantekningalaust í betri útkomu á framkvæmdatíma.
Í hverjum fasa verkefnis er áhersla lögð á mismunandi þjónustuþætti. Þó að þjónustuþættirnir ákvarðist að miklu leyti af eðli verkefnis og hvar það er statt á lífsferlinum eru þó ákveðnir þættir til staðar í flestum verkefnum. Þar má nefna þarfagreiningu, skipulagningu og markmiðasetningu, áætlanagerð fyrir tíma, kostnað og samskiptaleiðir, greiningu á áhættu og hagsmunaaðilum og mat á árangri.
Hjá Verkís starfa sérfræðingar með áralanga reynslu í fjölmörgum tegundum verkefna, þar með talið áætlanagerð, hönnunarstjórnun, byggingastjórnun og framkvæmdaeftirliti, fasteignastjórnun og matsstörfum. Þeim hefur verið falin stjórnun og umsjón fjölda verkefna, oftast í nánu samráði við verkkaupa, með góðum árangri. Því erum við hreykin af.
Hvort sem ráðist er í stærri eða smærri verkefni þá er fagleg verkefnisstjórnun forsenda góðrar útkomu.
Eiríkur Steinn Búason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
esb@verkis.is
Hallgrímur Örn Arngrímsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hoa@verkis.is
Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is