Þjónusta

Verkefnisstjórnun

Verkís nálgast verkefnisstjórnun út frá eðli og þörfum hvers verkefnis fyrir sig.

Góð verkefnisstjórnun er forsenda góðrar útkomu, óháð stærð verkefna.

Við stýrum verkefninu í höfn

Verkefnisstjórnun er unnin í samræmi við vottaða verkferla sem tryggja fagleg vinnubrögð, rekjanleika samskipta og ákvarðana. Mat á árangri byggist síðan á samanburði á niðurstöðu verkefnisins við fyrirfram skilgreind markmið fyrir t.d. tíma, kostnað og öryggis-, heilsu- og umhverfismál.

Öll verkefni eiga sér ákveðinn lífsferil sem leiðir þau frá hugmynd að forathugun, skipulagi og framkvæmd, að verklokum og mati á árangri. Gott skipulag á fyrri stigum verkefnis skilar sér undantekningalaust í betri útkomu á framkvæmdatíma.

Í hverjum fasa verkefnis er áhersla lögð á mismunandi þjónustuþætti. Þó að þjónustuþættirnir ákvarðist að miklu leyti af eðli verkefnis og hvar það er statt á lífsferlinum eru þó ákveðnir þættir til staðar í flestum verkefnum. Þar má nefna þarfagreiningu, skipulagningu og markmiðasetningu, áætlanagerð fyrir tíma, kostnað og samskiptaleiðir, greiningu á áhættu og hagsmunaaðilum og mat á árangri.

Hjá Verkís starfa sérfræðingar með áralanga reynslu í fjölmörgum tegundum verkefna, þar með talið áætlanagerð, hönnunarstjórnun, byggingastjórnun og framkvæmdaeftirliti, fasteignastjórnun og matsstörfum. Þeim hefur verið falin stjórnun og umsjón fjölda verkefna, oftast í nánu samráði við verkkaupa, með góðum árangri. Því erum við hreykin af.

Hvort sem ráðist er í stærri eða smærri verkefni þá er fagleg verkefnisstjórnun forsenda góðrar útkomu.

Tengiliðir

Eiríkur Steinn Búason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
esb@verkis.is

Hallgrímur Örn Arngrímsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hoa@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is