Þjónusta

Sjálfvirk stýrikerfi

Iðnaðarsvið Verkís sérhæfir sig í verkfræðiþjónustu við þarfagreiningu, hönnun og forritun sjálfvirkra stjórnkerfa.

Fyrirtækið er sterkt í því að koma að verkefnum með öðrum hönnuðum og hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á fjölmörgum tegundum eftirlits- og stjórnkerfa ásamt tilheyrandi jaðarbúnaði.

Reynsla og þekking sameinast

Við getum fylgt hönnun okkar eftir með úttekt, prófunum og gangsetningu stýrikerfanna. Við leggjum mikinn metnað í að afurðir okkar séu jafnan einsleitar og ekki síst nákvæmar með því að nota nýjustu tækni, bæði er varðar teikningar, gagnagrunnsvinnslu og forritun.

Breið þekking fyrirtækisins á stjórnkerfum byggir á fjölmörgum verkefnum sem starfsmenn, sem eru vanir að vinna með stýrivélar (PLC) og skjámyndakerfi (SCADA) frá helstu iðnframleiðendum, samanber ABB, Allen Bradley/Rockwell Automation, Schneider, Siemens og fleirum, hafa komið að.

Sérfræðingar okkar eru óhrædd við að leita nýrra lausna og fylgjast grannt með þróun fyrir sjálfvirk stýrikerfi um heim allan. Þannig höldum við okkur í fremstu fylkingu á þessu sviði.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is

Þórólfur Kristjánsson
Rafmagnstæknifræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
tok@verkis.is