Við gerum flókið ferli einfalt
Sumir vilja tryggja að þeir hafi rafmagn ef raforkukerfið gefur sig, aðrir vilja lækka rafmagnsreikninginn og þá vilja einhverjir afla sér tekna með því að selja rafmagn inn á kerfið.
Jafnvel þó að á eða lækur sé til staðar er misjafnt hversu hagkvæmt er að virkja rennslið. Áður en farið er í kostnaðarsama framkvæmd er því skynsamlegt að kanna hagkvæmni. Áætla þarf rennsli árinnar, meta fallhæð, kanna tengimöguleika og meta umhverfisáhrif.
Til þess að byggja smávirkjun þarf að fara í gegnum ákveðið ferli í kerfinu sem getur verið flókið, þekki maður ekki til. Þar koma sérfræðingar Verkís sterk inn og sjá til að mynda um allar undirbúningsrannsóknir, forathugun og frumhönnun, matskyldufyrirspurn og leigu, rekstur og uppsetningu á mælibúnaði.
Við erum hokin af reynslu þegar kemur að smávirkjunum og tryggjum bestu mögulegu útkomu fyrir verkkaupa.
Nytsamlegir hlekkir
Íslandskort með smávirkjunum (10 MW) sem Verkís hefur komið að
Smávirkjanaúttekt á Vestfjörðum
Smávirkjanabæklingur Verkís
Leiðbeiningar Orkustofnunar fyrir smávirkjanir
Þjónusta
- Forathugun sem leiðir til hagkvæmnismats
- Undirbúningsrannsóknir (mælingar á rennsli, könnun jarðlaga og jarðefna, greining vatnasviða)
- Leiga, rekstur og uppsetning á mælibúnaði
- Frumhönnun virkjunar (mannvirki, búnaður og orkugeta)
- Matsskyldufyrirspurn (v. umhverfisáhrifa)
- Hönnun og innkaup mannvirkja og búnaðar
- Tenging við dreifiveitur
- Tenging við rekstur eiganda
- Þjónusta á framkvæmdatíma og gangsetning
- Aðstoð á rekstrartíma
- Ástandsskoðun og endurnýjun