19/12/2023

Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs

Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs
© www.stjornarradid.is
Á myndinni eru frá vinstri: Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Kjartan Due Nielsen verkefnistjóri hjá Verkís, Gréta Hlöðversóttir, framkvæmdastjóri As we grow, Elin Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisinsráðuneytisins, Magnús Már Þórðarson, forstjóri Tern Systems, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins.

Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs. Verkís var eitt af fjórum fyrirtækjum sem að fengu styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, sem veittur var í síðustu viku. Markmið sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Hin fyrirtækin voru Tern systems, As We Grow og Creditinfo Group.

Verkefni Verkís ber nafnið Geothermal India og miðar að því að meta jarðvarmaauðlindir á Indlandi, einkum í Himalaya/Indlandsskaga-svæðinu. Landið hefur mikla möguleika á nýtingu jarðvarma og uppbyggingu virkjana og þar nýtist þekking Verkís vel, en verkefnið verður unnið í góðu samstarfi við sérfræðinga og sveitarfélög á þeim svæðum sem unnið verður á.

Fyrst verður unnið úr gögnum um fýsileg svæði fyrir jarðhitavinnslu. Síðan verða valin þrjú svæði til fýsileikakönnunnar, sem miðar að því að meta hentugustu notkunarmöguleika svæðanna. Fýsileikakönnun er undanfari frekari jarðfræðirannsókna og undirbúnings fyrir nýtingu jarðvarma. Slík uppbygging myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærsamfélagið með minni mengun og lægri orkukostnaði fyrir heimili og fyrirtæki og mögulega tækifærum í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Það myndi örva efnahag svæðisins og auka atvinnutækifæri og velsæld íbúa.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á síðu stjórnarráðsins hér

Heimsmarkmið

Verkís fær styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs
© www.stjornarradid.is
Á myndinni eru frá vinstri: Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Kjartan Due Nielsen verkefnistjóri hjá Verkís, Gréta Hlöðversóttir, framkvæmdastjóri As we grow, Elin Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisinsráðuneytisins, Magnús Már Þórðarson, forstjóri Tern Systems, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins.