Verkefni

Lífsferilsgreining á raforkuframleiðslu HS Orku í Svartsengi og Reykjanesvirkjun

Lífsferilsgreining eða vistferilsgreining (e. life cycle assessment, LCA) er aðferðafræði sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru, byggingar eða þjónustu yfir allan lífsferilinn.

Verkís hf vann lífsferilsgreiningar (LCA) fyrir jarðvarmavirkjanir HS Orku, Svartsengi og Reykjanesvirkjun. Í Svartsengi er unnin raforka og einnig heitt vatn úr jarðvarma. Ársframleiðsla á varmaorku er 190 MWth en 578 GWh á raforku. Í Reykjanesvirkjun er aðeins raforkuvinnsla en ársframleiðsla er um 800 GWh.  

HS Orka ákvað að láta framkvæma lífsferilsgreiningu fyrir virkjanir sínar vegna flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins (e. EU Taxonomy) en reglugerðin gerir það mögulegt að flokka atvinnustarfsemi eftir því hvort hún er umhverfissjálfbær eða ekki. 

Sitthvor lífsferilsgreiningin var framkvæmd fyrir Svartsengi annars vegar og Reykjanesvirkjun hins vegar. Markmið greininganna var að meta losun gróðurhúsalofttegunda á hverja framleidda orkueiningu (KWh). Við vinnslu greininganna var stuðst við ISO staðlana 14040 og 14044. Verkefnið var nokkuð flóknara í framkvæmd heldur en lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar eða nýjar framkvæmdir þar sem að báðar virkjanir hafa verið í rekstri í tugi ára. 

Niðurstöður greininganna gefa kolefnisspor í einingunni CO² ígildi á hverja kílóvattsstund. Skýrslurnar með frekari upplýsingum og niðurstöðum má finna hér: Útgefið efni – HS Orka.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykjanes

Verktími:

2022-2023

 

Heimsmarkmið