Framsækin hönnun
Verkís veitir ráðgjöf á alþjóðlegum mælikvarða ásamt því að vera virkur þátttakandi í faglegu starfi á sviði BIM aðferðafræði og BIM innleiðingar á Íslandi. Verkís hefur komið að mörgum BIM verkefnum á Íslandi og í Noregi.
Verkís leggur áherslu á að tileinka sér nútímalegar lausnir við úrlausn verkefna. Með notkun BIM líkana í fyrstu fösum hönnunar gefst tækifæri til að framkvæma verkfræðilegar greiningar og taka upplýstar ákvarðanir fyrr í hönnunarferlinu, ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á gæði og rekstur mannvirkis og er oft of seint að taka á síðari stigum.
Með BIM gefst tækifæri til að:
- auka gæði hönnunar
- minnka kostnað við framkvæmd
- lágmarka áhættu
- byggja umhverfisvænni mannvirki
- hagræða á rekstrartíma mannvirkis
Verkís hefur náð góðum árangri í samræmingu og árekstragreiningu BIM líkana með því að nýta nýjustu tækni í skýjaþjónustu og opnu aðgengi allra að upplýsingum um árekstragreiningu á hverjum tíma. Hönnun burðarvirkja, tæknikerfa og arkitekta er árekstragreind sjálfvirkt sem auðveldar úrvinnslu hönnuða. Niðurstaðan er betri hönnun sem skilar sér í færri fyrirspurnum og minni kostnaði á framkvæmdatíma.
Svona er ferlið:
- Greina BIM aðgerðir út frá markmiðum verkefnis
- Þróa BIM ferla fyrir verkefnið
- Skilgreina innihald líkana
- Velja innviði sem styðja við valdar BIM aðgerðir og ferla
Ekkert verkefni er eins og þess vegna nálgumst við hvert BIM verkefni út frá þörfum viðkomandi verkefnis og verkkaupa.