Þjónusta

Lagnir og loftræsing

Verkís tekur að sér hönnun á margvíslegum lagnakerfum, hvort sem um hefðbundin kerfi eða sérhæfð er að ræða.

Verkís hefur komið að ýmsum verkefnum, bæði hér heima og erlendis, sem snúa að hönnun á lagnakerfum og loftræsingu.

Við vöndum til verka

Sérfræðingar okkar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu í nýhönnun lagnakerfa, breytingum á eldri kerfum og úttekt á ástandi kerfa sem komin eru í rekstur. Hvort sem verkefnin eru lítil og einföld eða stór og sérhæfð hafa
sérfræðingar okkar burði til að leysa þau.

Við leggjum áherslu á vandaða greiningu verkefna og forhönnun strax í upphafi verks til að tryggja að tekið sé tillit
til allra nauðsynlegra þátta og að lokahönnun verði í samræmi við óskir verkkaupa.

Við vöndum til verka strax í upphafi verks og tryggjum þannig að lokahönnun sé í samræmi við óskir verkkaupa.

Þjónusta

  • Hönnun loftræsikerfa
  • Hönnun sundlaugakerfa
  • Hönnun hreinlætis- og hitalagna
  • Hönnun ofanvatnskerfa
  • Hönnun vatnsúðakerfa
  • Hönnun snjóbræðslukerfa
  • BIM

Tengiliðir

Flosi Sigurðsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
fs@verkis.is

Stefán Hjalti Helgason
Byggingartæknifræðingur
Svið: Byggingar
shh@verkis.is