Fjölbreytt flóra verkefna
Við bjóðum þjónustu við líkanreikninga, greiningar á öryggis-, heilsu- og umhverfisþáttum (ÖHU), greiningu áhættu (Risk assessment), rekstraráhættu (Hazop), orsakagreiningar (e. root cause analysis) og CE merkingar, hönnun stjórnbúnaðar og stýrikerfa og margt fleira. Við leggjum metnað í að uppfæra þekkingu okkar stöðugt í síbreytilegum heimi. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir fái ávallt lausnir sem eru í takt við tímann, en jafnframt hagkvæmar fyrir hvern verkkaupa.
Verkís hefur unnið að fjölbreyttum iðnaðarverkefnum á öllum sviðum álframleiðslu,
kísiljárn- og kísilmálmframleiðslu, steinullar- og saltframleiðslu, þurrkun kalkþörunga, fiskeldis, fiskvinnslu og lyfjaframleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.
Meðal verkefna sem sérfræðingar Verkís á sviðum framleiðslu- og iðnaðarferla hafa komið að eru saltverksmiðja Norðursalts, kísilverksmiðjan í Helguvík og álverið í Straumsvík.
Sérfræðingar okkar sækja sér sífellt nýja þekkingu svo við getum boðið upp á lausnir sem eru í takt við tímann.