21/09/2023

Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík

Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík

Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík. Á þriðjudaginn síðasta var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík. Skipið sem fékk þennan heiður er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi fræga norska landkönnuðarins Amundsen.

Verkís hf kom að gerð útboðsgagna og eftirlits með lágspennu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð við gömlu höfnina í Reykjavík. Um er að ræða útboðsgögn á sérhæfðum lágspennu landtengibúnaði sem er byggður upp samkvæmt alþóðlegum staðli IEC-PAS-80005-3 sem tekur á staðlaðri landtengingu skemmtiferðaskipa á lágspennu. Ákveðið var að byggja upp tvær tengingar á Faxagarði önnur væri 3x350A tenging allt að 1 MW og hin væri 4x350A allt að 1,5MW tenging.  Kerfin geta boðið upp á fjölbreytt úrval af spennum og tíðni.  Hægt er að óska eftir 400V spennu á 50 riða tíðni, 440V spennu á 50 eða 60 riða tíðni og 690V spennu á 50 eða 60 riða tíðni. Einnig er hægt að afgreiða kalt neysluvatn til skipa með þessum búnaði. Húsið var hannað af Batteríið Arkitektum en Verkís sá um alla vinnu við það.

Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík

Skemmtiferðaskipið MS MAUD frá norsku skipaútgerðinni Hurtigruten var fyrsta skipið til að nýta sér þessa tengingu og höfðu þeir sett upp búnað hjá sér til að tengjast þessari stöðluðu tengingu.

Norska fyrirtæki PSW Power&Automation var verktakinn sem sá um hönnun, útvegun, uppsetning og prófun á sérhæfðum landtengibúnaði með aðstoð frá íslenska rafverktakafyrirtækið H&S rafverktakar.

Við tilefnið hélt Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra ávarp og einnig fluttu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna og Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, ávarp. Í ávarpi sínu sagði Sigurður Ingi meðal annars að orkuskipti séu ekki framtíðin, heldur nútíðin og þetta verkefni sé fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. „Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku,  samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun” sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi.

Sjá frétt um verkefnið á Visir.is

 

Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík