20/08/2024

Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða

Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða
© www.on.is
Hleðslugarðurinn í Öskjuhlíð

Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða sem Orka náttúrunnar (ON) hefur sett upp. Þeir eru á Glerártorgi á Akureyri, Digranesgötu í Borgarnesi og við Perluna í Öskjuhlíð. Auk þess hannaði Verkís fráveitu fyrir hleðslusvæðið í Borgarnesi og tók þátt í hönnun á heimtaugum fyrir stöðvarnar á Akureyri og Perlunni í samstarfi við Norðurorku og Veitur ohf.

Hleðslugarðarnir eru afar öflugir, með tenglum sem bjóða upp á hleðsluafl frá 240 kW til 480 kW. Hver hleðslugarður hefur 12 til 14 tengla, sem tryggir gott aðgengi fyrir rafbílaeigendur. Verkís starfaði náið með Landslagi og ON við þróun á fyrirkomulagi garðanna.

Í hleðslugarðunum í Borgarnesi og við Perluna er leiksvæði fyrir börn ásamt setbekkjum, sem gerir hleðslubiðina notalegri fyrir alla fjölskylduna.

Nýjustu hleðslugarðar Orku náttúrunnar eru glæsileg viðbót við stækkandi hleðslunet fyrirtækisins, og Verkís er stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu þróun. Hleðslustöðvarnar eru hannaðar með aðgengi og þægindi notenda í fyrirrúmi, sem og fjölskylduvænt umhverfi. Með þessu framlagi stuðlar Verkís að áframhaldandi orkuskiptum og aukinni sjálfbærni í samgöngum á Íslandi.

Heimsmarkmið

Verkís sá um rafmagnshönnun fyrir þrjá nýja hleðslugarða
© www.on.is
Hleðslugarðurinn í Öskjuhlíð