Vinna markvisst að umbótum
Umhverfisstjórnunarkerfi sem byggt er upp samkvæmt ákveðnum stöðlum getur fengið vottun óháðs aðila. Dæmi um viðurkennda alþjóðlega staðla eru ISO 14001. Vottað umhverfisstjórnunarkerfi er sönnun þess að starfsemi uppfylli tilteknar kröfur um markvissa stjórnun umhverfisþátta og stöðugar umbætur á frammistöðu í umhverfismálum. Vottun samkvæmt alþjóðlegum vottunarkerfum, svo sem BREEAM og norræna Svaninum, felur einnig í sér umhverfisstjórnun.
Verkís hefur á að skipa sérfræðingum á ýmsum sviðum umhverfis- og gæðastjórnunar. Við aðstoðum fyrirtæki við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstjórnunar, veitum ráðgjöf varðandi umhverfisvottanir og tökum að okkur gagnaöflun og gagnavinnslu sem krafist er af vottunarkerfum.
Ráðgjafar Verkís eru viðurkenndir úttektaraðilar fyrir BREEAM og Svaninn vottunarkerfin. Hjá Verkís er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð og þverfaglega nálgun.
	
	
	
				
			
			
Verkefni
- Dalskóli í Úlfarsárdal (BREEAM)
- Sundhöll Reykjavíkur (BREEAM)
- Nýbygging Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (BREEAM)
- Leikskóli á Kleppsvegi (BREEAM)
- Svansvottun á Fífuborg í Reykjavík
- Svansvottun á endurbótum húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
- Svansvottun á byggingu fjölbýlishúss við Áshamar í Hafnarfirði
- Umhverfisyfirlýsingar fyrir steypu Steypustöðvarinnar
- Umhverfisyfirlýsingar fyrir fylliefni í steypu Steypustöðvarinnar