Þjónusta
Umhverfismat
Lögum samkvæmt þarf að fylgja ákveðnu ferli við mat á umhverfisáhrifum og við leiðum þig í gegnum það.
Sérfræðingar Verkís hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Þjónusta
Sérfræðingar Verkís hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Mat á umhverfisáhrifum er lögbundið ferli sem notað er til að meta hvaða áhrif framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir hefur á umhverfi, ásamt því að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum hennar. Ferlinu er ætlað að tryggja að fyrir liggi mat á umhverfisáhrifum áður en ákvarðanir eru teknar um leyfisveitingar, stuðla að samvinnu hagsmunaaðila og að þátttöku almennings í ákvörðunum um framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið.
Tilteknar skipulags- og framkvæmdaáætlanir stjórnvalda og breytingar á þeim eru einnig háðar umhverfismati, svo sem svæðisskipulag, aðal- og deiliskipulag og áætlanir á borð við rammaáætlun og samgönguáætlun.
Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af umhverfismati framkvæmda. Við höfum skilgreint verklag okkar við matsferlið og leggjum áherslu á markvissa nálgun og gæði þjónustunnar, auk virks samráðs við hagsmunaðila og skýra framsetningu afurða. Þannig náum við góðum árangri. Hjá okkur starfa sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á þeim sviðum sem nýtast við umhverfismatið.
Verkís hefur unnið að margvíslegum umhverfismatsverkefnum, svo sem vegna vatnsaflsvirkjana, verksmiðja, fiskeldis, samgöngumannvirkja, strenglagna, ofanflóðavarna og efnistöku framkvæmda.
Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is
Þórhildur Guðmundsdóttir
Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
tg@verkis.is