EFNISFLOKKAR
Verkís annaðist fullnaðarhönnun allra verkfræðiþátta við fyrsta áfanga, fullnaðarhönnun burðarvirkis og jarðtækni á íþróttahúsi og sundlaug í öðrum áfanga verkefnisins.
Verkís sinnti eftirliti með uppsteypu og fullnaðarfrágangi á viðbyggingu við Vesturbæjarskóla auk ýmissa breytinga á eldri byggingu.
Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun og er verkefnið unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Verkís er undirverktaki Ístaks í verkefninu.
Verkís fer með umsjón og framkvæmdaeftirlit með byggingu Skarðshlíðarskóla. Um er að ræða eftirlit með uppsteypu hússins auk fullnaðarfrágangs að innan jafnt sem utan og lóðarfrágangi.