Verkefni

Laufskálavarða

Í þjónustuhúsinu er ólíkum notkunarmöguleikum tvinnað saman á fáum fermetrum.

Þar er salernisaðstaða, þvottaaðstaða, útsýnispallur, hvíldarbekkur og aðstaða fyrir hjólreiðafólk.

Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun byggingarinnar sem er teiknuð af Stáss arkitektum. Hönnun lýsingar í gangi og utan á húsinu var samstarfsverkefni Verkís og Stáss. Lóð staðarins var einnig hönnuð af landslagsarkitektum Verkís, þar með talið bílastæðið, stéttin í kringum húsið og göngustígar á svæðinu. Hönnuðir lögðu mikla áherslu á umhverfisvænt efnisval og að hönnunin myndi falla vel að umhverfinu.

Sannir landvættir sem eru að hluta til í eigu Verkís, fengu styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamanna til að græða upp skemmdir á svæðinu og til að gera bílastæðið. Bygging hússins var alfarið fjármögnuð af Sönnum landvættum.

Áningarstaðurinn Laufskálavarða var tilefndur til Hönnunarverðlauna Íslands árið 2022. Fagmiðillinn Archilovers valdi áningarstaðinn eitt besta verkefni ársins 2021 fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Við Laufskálavörðu á Mýrdalssandi

Stærð:

30 fermetrar

Verktími:

2018-2019

 

Heimsmarkmið