Verkefni

Bjólfur – snjóflóðavarnir

Snjóflóð úr Bjólfi eru vel þekkt og í febrúar 1882 féll þar eitt mannskæðasta snjóflóð á Íslandi þegar 24 fórust.

Austan Seyðisfjarðarkaupstaðar rís Bjólfstindur fremri, rúmlega 1.000 metra hár en í um 650 metra hæð í fjallinu er stallur sem mótast af hólum og hryggjum. Talið er að tíðni flóða ofan Brúnar sé mun hærri en neðan hennar og eiga garðarnir að koma í veg fyrir að flóð þaðan nái yfir Brún og niður í byggðina.

Í júní árið 2003 var hafist handa við uppbyggingu snjóflóðavarna á Brún í Bjólfi. Um er að ræða tvo snjóflóðavarnargarða, leiðigarð og þvergarð. Garðarnir eru 20 metra háir og er neðri hluti þeirra hlaðinn með hallanum 1:1,3–1:1,5. Efri hluti þeirra, 10 metrar, er brattur 1:0,25, byggður með netgrindum. Leiðigarðurinn er tæplega 200 metra langur og þvergarðurinn um 450 metra. Jarðvegsefni í garðana var að öllu leyti tekið af vinnusvæðinu en gert er ráð fyrir að heildarrúmmál fyllinga í garðana hafi verið rúmlega 210.000 fermetrar. 

Verkís annaðist verkhönnun þvergarðs og leiðigarðs ásamt gerð útboðsgagna.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Seyðisfjörður

Stærð:

20 metrar á hæð og 650 metrar á lengd

Verktími:

2002-2004

 

Heimsmarkmið