Verkefni
Varmadælustöð í Vestmannaeyjum
Í varmadælustöðinni er sjór nýttur sem varmagjafi fyrir hitaveitu HS Veitna. Stöðin annar um 93% árlegrar varmaorku til húshitunar í Vestmannaeyjum.
Verkefni
Í varmadælustöðinni er sjór nýttur sem varmagjafi fyrir hitaveitu HS Veitna. Stöðin annar um 93% árlegrar varmaorku til húshitunar í Vestmannaeyjum.
Sjótökuholur eru í niðurgröfnum borholukjallara við norðurgafl stöðvarinnar og brunni í norðausturhorni lóðar. Holurnar eru 40 metra djúpar og vatnsborð í þeim er á um átta metra dýpi.
Sjór úr holunum kólnar úr 6 til 11°C í 2 til 3°C í stöðinni og er kældur sjórinn nýttur af fiskvinnslu og útgerð. Sjór frá stöðinni sem ekki er nýttur af fiskvinnslu rennur til sjávar norðan við Eiðið. Með tilkomu varmadælustöðvarinnar er rafmagnsnotkun hitaveitunnar um þriðjungur af því sem áður var.
Byrjað var að leggja dreifikerfi hitaveitu í Eyjum árið 1976 og var meirihlutinn af bænum kominn með hitaveitu upp úr 1980. Í upphafi var varmi úr hrauninu frá Heimaeyjargosinu árið 1973 nýttur sem varmagjafi fyrir veituna. Varmi frá hrauninu nýttist fyrir hitaveituna í um 10 ár eftir að því lauk árið 1973.
Hönnuðir stöðvarinnar eru Verkís og Arkitektastofan OG.
Staðsetning:
Hlíðarvegur, Vestmannaeyjar
Stærð:
700 fermetrar
Verktími:
2011 – 2019