Verkefni

Keflavíkurflugvöllur

Verkís hefur frá upphafi unnið við hönnun á Keflavíkurflugvelli.

Verkís hefur unnið að öllum helstu þáttum við alla byggingaráfanga flugstöðvarinnar.

Verkís hefur frá upphafi unnið við hönnun á Keflavíkurflugvelli en norðurbyggingin var vígð í apríl 1987. Flugstöðin var stækkuð með suðurbyggingu sem tekin var í notkun árið 2001. Árið 2004 var ráðist í að stækka norðurbygginguna og voru innritunar- og móttökusalir stækkaðir til vesturs og austurs og þaki hússins lyft og útbúnar skrifstofur á þriðju hæðinni þar sem áður voru aðeins tæknirými.

Norðurbyggingin er á þremur hæðum auk lagna- og tækjakjallara en á svæðinu er einnig um 37.500 fermetra snjóbræðsla. Suðurbyggingin er á tveimur hæðum auk kjallara sem er undir meginhluta hússins og lagnakjallari þar fyrir utan. Farið var í stækkun til vestur á suðurbyggingunni árið 2013. 

Árið 2016 var farið í stækkun norðurbyggingar til vesturs, ásamt viðbyggingu norðurbyggingar til suðausturs. Í heild eru viðbyggingarnar um 4.300 fermetrar.

Í vesturstækkuninni verður ný vörumóttaka fyrir flugstöðina, starfsmannahlið, stækkun á farangursflokkunarsal, nýtt aðkomuhlið fyrir flugvallarsvæði ásamt geymslum og skrifstofurýmum. Austurstækkunin verður byggð ofan á flughlaðið en þar verður nýtt færibandakerfi fyrir komufarþega. Verkefnið felur einnig í sér niðurrif á núverandi vörumóttöku. Viðbyggingarnar eru stálgrindarhús klædd með yleiningum. Þar sem viðbyggingarnar eru reistar utan um færibandakerfi þarf að taka tillit til þeirra við hönnun á byggingum og tæknikerfum. 

Stækkun flugstöðvarinnar var unnin samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Verkís hefur unnið að öllum helstu þáttum við alla byggingaráfanga flugstöðvarinnar. En eðli flugstöðvarbyggingar er að hún er í stöðugri þróun og því hefur verið nauðsynlegt að hanna öll kerfi hússins með slíkan sveigjanleika í huga.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykjanesbær

Verktími:

1985 –

 

Heimsmarkmið