Verkefni

Dýrafjarðargöng

Samvinna og samskipti á landssvæði eins og Vestfjörðum eru háð því að samgöngur séu greiðar.

Tilkoma ganganna styttir leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur allt að 429 km.

Samvinna og samskipti á landssvæði eins og Vestfjörðum eru háð því að samgöngur séu greiðar. Með það í huga er núverandi vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu talið óviðunandi; hvort sem er út frá vegtæknilegu sjónarmiði, af öryggis ástæðum eða fyrir þær sakir að vegurinn er ófær stóran hluta vetrar og þar er snjóflóðahætta oft mikil.

Því hefur verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir til bóta á þessu; til að tryggja góðar og öruggar samgöngur og koma um leið á heilsárs vegasambandi á milli þessara sýslna. Tilkoma ganganna styttir leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur allt að 429 km. Vegstæðið nær frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú.

Jarðgöngin eru 5,7 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er um 300m. Göngin eru boruð og sprengd, styrkt með bergboltum og sprautusteypu. Tvær akreinar eru í göngunum  en auk þess eru í göngunum neyðarútskot á 500 m fresti. Þversnið ganganna, sem er samkvæmt norskum staðli, er hringlaga og er breidd þeirra um 8,0 m í veghæð en leyfileg hæð ökutækja er 4,2m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 8 km nýs vegar.

Verkís annast hönnunarstjórn, hönnun burðarvirkja, vega utan ganga, gerð teikningar af umferðarskiltum, umsjón með gerð útboðsgagna og gerð þrívíddarmynda fyrir umhverfismatsskýrslu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Stærð:

6 km

Verktími:

2009-2022

 

Heimsmarkmið