Verkefni
Breikkun Vesturlandsvegar
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfaranda.
Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg.
Verkefni
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfaranda.
Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg.
Jafnframt verða gerð þrjú hringtorg, vegtengingum fækkað og lagðir hringvegir.
Um er að ræða breikkun Hringvegar (1) á um níu kílómetra kafla, þrjú hringtorg á Hringveginum, um tólf kílómetra af hliðarvegum (bæði nýir og uppfærðir núverandi vegir), fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt), tvö mannvirki yfir á (annars vegar lenging og hins vegar breikkun) og um 3,4 km af hjóla- og göngustígum.
Lengi hefur verið kallað eftir breikkun Vesturlandsvegar enda hafa þarna orðið mörg alvarleg slys. Íbúar á Kjalarnesi og sveitarstjórnafólk á Vesturlandi hafa margoft ályktað um nauðsyn tvöföldunar vegarins.
Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Sex verkfræðistofur voru hæfir bjóðendur og átti Verkís lægsta boðið. Vegagerðin er verkkaupi verkefnisins.
Verkhönnun lauk árið 2020.
Staðsetning:
Kjalarnes, Reykjavík
Stærð:
9 km
Verktími:
2019 –