Verkefni

Þeistareykjavirkjun

Þeistareykjavirkjun er 90 megavatta gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 megavatta áföngum. 

Hönnun virkjunarinnar tók mið af hagkvæmni, góðri nýtingu auðlindarinnar og samspil við umhverfið á Þeistareykjum.

Ráðgjafahópur Verkís og Mannvits annaðist allan vélbúnað, rafbúnað og stjórnbúnað, sem og gufuveitu, stöðvarhús og önnur mannvirki. Ráðgjafahópurinn kom einnig að þeim hluta framkvæmdaeftirlits sem sneri að vél-, raf- og stjórnbúnaði auk landmótunar, sem og aðstoð við prófanir og gangsetningu.

Framkvæmdir hófust í apríl 2015 og formleg gangsetning fyrri áfangans fór fram 17. nóvember 2017. Seinni vélasamstæða virkjunarinnar var tekin í notkun í apríl 2018. Megnið af rafmagninu sem er framleitt á Þeistareykjum verður notað á iðnaðarsvæðinu á Bakka, eða um 50 megavött. Afgangsorkunni verður veitt inn á flutningskerfið.

Verkís sá um útboðshönnun rafbúnaðar, aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma vegna tengivirkis sem var reist samhliða virkjuninni. Verkís tók þátt í verkefnisstjórn verkefnisins ásamt Mannviti en fyrirtækin sáu um verkfræðilega hönnun verkefnisins og hönnunarstjórn.

Þeistareykjavirkjun hlaut hin virtu verðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award í október 2019. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Norðausturland

Stærð:

45 megavött

Verktími:

2011-2018

 

Heimsmarkmið