Verkefni

Olkaria

Um mitt ár 2015 hafði GEG með góðum árangri gangsett alls 8 virkjanir í Olkaria í Kenía með samtals 45,6 MW framleiðslugetu.

Virkjað rennsli er 15 rúmmetrar á sekúndu og fallhæð 186 m.

Green Energy Geothermal (GEG) er fyrirtæki, sem einbeitir sér að því, sem „turn-key“ aðili, að afhenda staðlaðar og hreyfanlegar holutoppsvirkjanir.  Hugmyndin byggir á tæknilausn forframleiddri í stöðluðum einingum/gámum, sem hægt er að setja upp og gangsetja á staðnum á nokkrum vikum.  Verkís hefur veitt GEG ráðgjafarþjónustu við þróun hagkvæmra holutoppsvirkjana á stærðarbilinu 2,5 MW til 6,4 MW.

Hugmyndin að holutoppsvirkjun var upphaflega útfærð til að setja upp við fyrstu borholurnar á jarðhitasvæði, sem virkja átti, til að framleiða rafmagn á meðan verið var að byggja stærri jarðvarmavirkjun.  Þessi valkostur gerir framkvæmdaraðilum kleift að fá arð af fjárfestingu sinni fyrr en í hefðbundnum þróunarkerfum, þar sem hægt er að setja upp holutoppsvirkjun á nokkrum mánuðum í stað þess en að bíða í mörg ár áður en hægt er að tengja borholu við stærri virkjun.

Holutoppseiningarnar eru hannaðar þannig að hægt er að flytja þær á milli staða, svo sem yfir á aðra holutoppa eftir því sem framkvæmdum miðar áfram og holur tengjast stærra orkuveri, en einnig er hægt að setja þær upp sem varanlegar einingar.  Holutoppsvirkjanirnar/-einingarnar er hannaðar til að passa inn í staðlaða 40ft ISO gáma.

Sérfræðingar Verkís hafa veitt Green Energy Geothermal ráðgjöf við þróun og hönnun tæknilausnarinnar, og stutt rannsóknar- og þróunarteymi GEG á ýmsum sviðum.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Kenía    

Stærð:

Staðlaðar einingar 2,5 – 6,4 MW

Verktími:

2009 – 

 

Heimsmarkmið