Verkefni

Nesjavallavirkjun

Framkvæmdir við Nesjavallavirkjun hófust 1987. Í september 1990 var orkuverið formlega gangsett.

Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 megavött af rafmagni og 300 megavöt í varmaorku, með heitu vatni sem er flutt um 27 kílómetra langa aðveitulögn til Reykjavíkur.

Verkís tók þátt í stjórnun verkefnisins og annaðist hönnun og eftirlit á öllum rafbúnaði og tilheyrandi dreifikerfum ásamt öllum byggingahlutum virkjunarinnar. Þá annaðist Verkís verkefnastjórnun, hönnun og eftirlit með heitavatnsæðinni til Reykjavíkur, Nesjavallaæð.

Fyrsti áfangi

Gerð 100 megavatta varmaorkuvers.

Annar áfangi

Stækkun varmastöðvar úr 100 megavött í varma í 150 megavött varma. 

Þriðji áfangi

60 megavött rafmagns rafstöð. 

Fjórði áfangi

Stækkun rafstöðvar úr 60 megavött rafmagns í 90 megavött rafmagns . 

Fimmti áfangi

Stækkun varmastöðvar úr 150 megavött í varma í um 300 megavött í varma.

Sjötti áfangi

Stækkun rafstöðvar úr 90 megavött rafmagns í 120 megavött rafmagns.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Nesjavellir

Stærð:

120 megavött rafmagns og 960 gígavattstundir á ári

Verktími:

1987-2000

 

Heimsmarkmið