Verkefni
Mjólkárvirkjun
Vatnsaflsvirkjunin virkjar rennsli ferskvatnsánna Mjólkár og Hofsár.
Aðkoma Verkís að Mjólkárvirkjun hófst árið 1985.
Verkefni
Vatnsaflsvirkjunin virkjar rennsli ferskvatnsánna Mjólkár og Hofsár.
Aðkoma Verkís að Mjólkárvirkjun hófst árið 1985.
Mjólkárvirkjun er staðsett í Arnarfirði á Vestfjörðum. Fyrsti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun árið 1958 og nýtti orkugetu rennslis úr Borgarhvillftarvatni. Mjólkárvirkjun er í eigu Orkuveitu Vestfjarða.
Við vatnsfullt uppistöðulón og rennsli á yfirfalli, fellur Mjólká í náttúrulegum árfarvegi sínum niður bratta kletta ofan við núverandi stöðvarhús í mörgum hvítum fossum. Fallpípur úr stáli flytja vatnið frá tveimur inntakslónum að sameiginlegu stöðvarhúsi fyrir Mjólká I og II. Árið 2011 var tveggja stróka Pelton túrbínu og rafali Mjólkár II skipt út fyrir fimm stróka nútímalega, afkastamikla lóðrétta Pelton einingu. Árið 2010 var ný virkjun, Mjólká III, reist ofan við Mjólká I, og virkjar hún það vatn, sem óvirkjað var í Mjólká ásamt vatni, sem veitt er frá Hofsá. Framtíðaráform um virkjunina Mjólká IV, byggir á því að taka vatn úr sama inntakslóni og fyrir Mjólká II og veita því vatni í inntakslón Mjólkár III. Raf- og vélbúnaður Mjólkár I var endurnýjaður árið 2016. Öllum framleiðslueiningum er miðlægt stýrt frá aðalstöðvarhúsi virkjunarinnar. Orkan er afhent um 33/66/132 kV rofabúnað og flutningslínur til meginflutningslína Vestfjarða.
Aðkoma Verkís að Mjólkárvirkjun hófst árið 1985 með endurnýjun á rafbúnaði Mjólkár I. Árið 2005 gerði Verkís hagkvæmniathugun á endurnýjun núverandi virkjana (Mjólká I og II), og möguleikum á frekari valkostum við virkjun ánna á Glámuhálendinu (Mjólká III og IV). Verkís veitti einnig víðtæka ráðgjöf við hagrænar og tæknilegar greiningar, auk þess að sjá um fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir öll mannvirki, sem og raf- og vélbúnað í tengslum við endurnýjunar- og nýframkvæmdir. Á árunum 2015-2016 var Verkís ráðgjafi við endurnýjun á raf- og vélbúnaði Mjólkár I, og sá jafnframt um forskrift á fyrirkomulagi og kröfulýsingar fyrir tæknibúnaðinn, sem og yfirferð á hönnun verktaka.
Raforkuframleiðslan var að jafnaði yfir 60 GWh fyrir stækkun 2010, en er nú rúmlega 70 GWh. Þar af er Mjólká I með 14 – 16 GWh, Mjólká II 47 – 52 GWh og Mjólká III 6 – 7 GWh.
Staðsetning:
Vestfirðir, Ísland
Stærð:
70 GWh
Verktími:
1985 – 2006