Verkefni
Fossárvirkjun
Fossárvirkjun er í Engidal, inn af Skutulsfirði, á Vestfjörðum.
Hún var fyrst gangsett árið 1937. Þá var fallhæð 302 metrar og orkuframleiðsla 3,5 gígavattstundir á ári.
Verkefni
Fossárvirkjun er í Engidal, inn af Skutulsfirði, á Vestfjörðum.
Hún var fyrst gangsett árið 1937. Þá var fallhæð 302 metrar og orkuframleiðsla 3,5 gígavattstundir á ári.
Stöðin nýtir vatn úr Fossavatni sem er í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli.
Verkís tók þátt í endurnýjun á fyrri virkjun árin 2011 til 2015. Reist var nýtt stöðvarhús, keyptur nýr vél- og rafbúnaður og aðrennslispípa endurnýjuð. Virkjunin var gangsett árið 2015.
Verkís vann meðal annars frumhönnun , hagkvæmnisathugun, rennslis- og orkureikninga, útboðsgögn fyrir vélar og endurnýjun þrýstipípu, hafði umsjón með rafmagni og stjórnbúnaði, aðstoðaði verkkaupa á hönnunartíma. Verkís vann einnig deiliskipulag vegna endurnýjunar virkjunarinnar.
Staðsetning:
Engidalur, Vestfirðir
Stærð:
1,2 megavött
Verktími:
2011-2015