Atlas Copco Gas and Process hefur reist og afhent orkuver, sem unnt er að starfrækja á sjálfstæðan máta. Þessi eiginleiki gerir eigandanum kleift að fæða orku inná smærri flutningskerfi og tryggir stöðugan rekstur orkuversins með því að halda henni áfram í rekstri, þó bilun verði í megin flutningskerfi orkunnar.
Jarðsjávarsöfnunin í þessu verki er fyrsta sinnar tegundar, og er hönnuð fyrir óvenju háan hönnunarþrýsting, til að vinna gegn vandamálum, sem stafa af háu gasinnihaldi jarðsjávarins. Jarðhitasérfræðingar Verkís lögðu sitt af mörkum við hönnun söfnunarkerfis fyrir jarðsjóinn með því að skilgreina hugmyndafræðina, framkvæma varma- og burðarstreitugreiningu á ORC pípum, og framkvæma deilihönnun á lagnakerfinu í samvinnu við Atlas Copco Energas.
Verkís hannaði einnig hluta af raf- og stýrikerfum og annaðist hönnunarrýni á teikningum undirverktaka, sem og eftirlit með FAT prófunum á framkvæmdastað. Prófanir og gangsetning er afgerandi þáttur í þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana sem síðasta skrefið fyrir rekstrarhæft ástand. Þverfaglegt teymi Verkís hefur víðtæka reynslu á þessu sviði. Sérfræðingar Verkís tóku þátt í gangsetningu raf-, stjórn- og varnarbúnaðar Çanakkale jarðvarmavirkjunarinnar, sem og tengingu við aðliggjandi orkuflutningskerfi.