Verkefni
Drangey SK
Drangey SK er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt.
Skipið er búið kerfum sem reikna út bestu nýtingu orku hvort heldur það er á veiðum eða siglingu.
Verkefni
Drangey SK er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt.
Skipið er búið kerfum sem reikna út bestu nýtingu orku hvort heldur það er á veiðum eða siglingu.
Skipið er skráð 2081 brúttótonn og hefur 14 hnúta siglingahraða að hámarki.
Allar vindur skipsins eru knúnar með rafmagni en togafl skipsins eru fjörutíu tonn. Í brú skipsins er meðal annars svokallaður skjáveggur sem þar sem skipstjóri getur verið með samtímis alla helstu upplýsingaglugga úr siglinga- og fiskileitarbúnaði skipsins.
Skaginn 3X sá um smíði á vinnslubúnaði á millidekkið á skipinu. Búnaðurinn samanstendur af vinnslulínum,ofurkælibúnaði og færslubúnaði fyrir kör.
Verkís kom að eftirfarandi verkþáttum: rafmagnsteikningar fyrir lestarkerfi, fiskflokkun og kælikerfi í togara, hönnun, forritun, uppsetning og prófanir á skjákerfi og merkjalistagrunni fyrir allar iðntölvur Í merkjalista er haldið utan um merkjaheitin, skýringartexta og vistföng fyrir merki sem þarf fyrir samskipti iðntölva við skjákerfi.
Stærð:
62,5 metra x 13,5 metra
Verktími:
2017-2018