Verkefni

Sundhöll Reykjavík

Verkís kom að viðbyggingu sunhallarinnar í Reykjavík sem er ein af þekktari byggingum landsins.

Viðbyggingin er tveggja hæða frambygging við Barónsstíg og lágbygging sem liggur hornrétt frá henni meðfram lóðarmörkum til suðurs.

Aðalinngangur er næst tengibyggingu. Frambygging og lágbygging meðfram suðurlóðarmörkum mynda ásamt eldri byggingu og veggjum skjólgott laugasvæði mót suðri. Heildarflatarmál byggingarinnar eru.þ.b. 1.000 fermetrar. Lagnakjallari er auk þess um 350 fermetrar. Laugarsvæði er um 682 fermetrar. Stærð lóðar er um 3.484 fermetrar. Á laugarsvæði er 25 metra útilaug með fjórum brautum auk eimbaðs, tveggja heitra potta, nuddpotts og vaðlaugar.

Viðbyggingin við Sundhöll Reykjavíkur v/Barónsstíg verður fyrsta verkefnið hjá Reykjavíkurborg sem verður vottuð af BREEAM og er stefnt að einkunninni Very Good.

Verkís sá um eftirtalda hönnun í verkinu:

  • Öll burðarvirki auk grundunar
  • Öll lagnakerfi byggingarinnar s.s. fráveitu- og drenlagnir, vatns-, hita-, og snjóbræðslukerfi auk fráveitulagar fyrir lóð Sundhallarinnar
  • Öll sundlaugarkerfi viðbyggingar og samþættingu fyrir sundlaugarkerfi Sundhallarinnar
  • Loftræsikerfi byggingar
  • Öll raforkuvirki byggingarinnar þ.m.t. lýsingu innan húss sem utan Sundhallarinnar ásamt hönnun á öllum sérkerfum
  • Úttektir og ástandsskoðun á Sundhöllinni
  • Gerð verkteikninga, verklýsingar, magnskrár og kostnaðaráætlana
  • Lýsingarhönnun

Lýsingarteymi Verkís var tilnefnt til íslensku lýsingarverðlaunanna árið 2019 fyrir fjölda verkefna, þar á meðal fyrir lýsingarhönnun sundhallarinnar.

Aðrir þættir sem Verkís sá um:

  • Verkís hefur séð um alla ráðgjöf varðandi umhverfisvottunina, þ.m.t. úttektir matsmanns, efnisval og aðra vinnu vegna BREEAM.
  • Verkís sá einnig um vinnu vegna BREEAM á framkvæmdatíma, úttektum og gagnasöfnun (Post Construction). Þá hefur Verkís unnið að skipulagi viðtökuprófana, úttektum vegna viðtökuprófana, (Commissioning), gagnasöfnun og skýrslugerð fyrir Breeam.
  • Einnig sá Verkið um ráðgjöf vegna viðbyggingar varðandi hönnun, útboð og eftirlit vegna samþættingu sérkerfa milli nýja og gamla hússins. Þau sérkerfi sem um er að ræða eru: innbrotakerfi, kallkerfi (hátalarakerfi), neyðarhnappakerfi, myndavélakerfi og stjórnkerfi. Einnig vann Verkís ráðgjöf vegna viðbyggingar varðandi tækilegt eftirlits og efnissamþykkta á flóknum tæknibúnaði sundlaugarkerfa og undirkerfa sem mynda sundlaugarkerfið í heild sinni.

Verkið er unnið með VA Arkitektum.
Viðbyggingin var tekin í notkun 3. desember 2017.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Barónsstígur 45a – 101 Reykjavík

Stærð:

1.140 m² og 750 m²

Verktími:

2015 – 2017

 

Heimsmarkmið