Verkefni
Sjúkrahótel Landspítalans
Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut.
Verkefni
Sjúkrahótelið er fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut.
Sjúkrahótel er hugsað fyrir sjúklinga sem bíða eftir aðgerð eða þurfa samastað til að jafna sig eftir skurðaðgerðir. Barnshafandi konur geta einnig nýtt sér hótelið, sem og krabbameinssjúklingar.
Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur.
Verkís sá um brunatæknilega hönnun og hljóðhönnun ásamt framkvæmdaeftirliti og byggingarstjórn.
Staðsetning:
Hringbraut, Reykjavík
Stærð:
4.258 fermetrar
Verktími:
2015-2019