Sérstakt tillit er tekið til hljóðvistar og er sérvalin innanhúsklæðning á veggjum og hljóðdúkur í lofti sem tryggir góða hljóðvist og uppfyllir skilyrði brunahönnunar. Byggingin er klædd að utan með bárujárni á bæði veggjum og þaki en innskot eru klædd með timbri.
Verkís sá um verkfræðihönnun og ráðgjöf vegna verkfræðiþátta. Við hönnun á byggingunni gáfust verkkaupa og meðhönnuðum kostur á að kynna sér mannvirkið í sýndarveruleika í höfuðstöðvum Verkís í Reykjavík. Gaf það góða raun og nýttist vel við að yfirfara útlit og hönnun.
Lóð leikskólans er um 1.500 fermetrar að stærð og er henni skipt upp í leiksvæði fyrir yngri og eldri deildir. Á lóð er einnig leiktækjageymsla og geymsla fyrir barnavagna.