Skip to content

Verkefni

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkís sér um fullnaðarhönnun nýs húsnæðis Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Samþætt kennslu- og rannsóknarumhverfi í hjarta Hringbrautarreitsins.



Verkís sér um fullnaðarhönnun 5 hæða nýbyggingar Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Byggingin tengist núverandi Læknagarði og tilteknum nýbyggingum Landspítala. Markmið verkefnisins er að sameina starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs á einum stað á lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH). Einnig verða gerðar endurbætur á Læknagarði.
 
Húsnæðið verður sérhannað með þarfir sviðsins í huga. Með nýju húsnæði verður kennslu- og rannsóknaaðstaða stórbætt, samnýting og sveigjanleiki aukinn, og starfsemi sviðsins færð í nútímalegt og vistvænt horf.
 
Verkefni er unnið í BIM og hefur umhverfisvæna nálgun og verður nýbyggingin vottuð skv. BREEAM vistvottunarkerfinu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:


Reykjavík – Hringbrautarreitur


Stærð:


20.000 m²


Verktími:


2022 –


 

Heimsmarkmið