Verkefni
Ægisgarður
Lýsingarhönnun við Ægisgarð.
Um er að ræða sex söluhús við Ægisgarð sem lýsingarteymi Verkís sá um að hanna lýsingu fyrir.
Verkefni
Lýsingarhönnun við Ægisgarð.
Um er að ræða sex söluhús við Ægisgarð sem lýsingarteymi Verkís sá um að hanna lýsingu fyrir.
Söluhúsin eru leigð út af Faxaflóahöfnum til fyrirtækja í ferðaþjónustu og eru önnur þyrping sölu- og þjónustuhúsa við Vesturbugt gömlu hafnarinnar. Söluhúsin eru tengd saman með viðarpöllum með bekkjum og geymsluskúrum undir alls kyns búnað.
Lýsingin var hönnuð sem ein heild og vandlega skipulögð. Sérstök áhersla var lögð á að lýsingin inni myndi hafa jákvæð áhrif á ásýnd húsanna. Einnig var götulýsingin sérstaklega hönnuð til að draga ekki athygli frá húsunum, en uppfyllir um leið allar kröfur varðandi lýsingu.
Lýsingarteymi Verkís hlaut „Gold“ viðurkenningu frá Built Back Better Awards fyrir hönnun á allri lýsingu fyrir söluhúsin við Ægisgarð.
Staðsetning:
Gamla höfnin í Reykjavík
Verktími:
2021