Þjónusta

Orkuferli

Verkís býður upp á heildstæða ráðgjöf og hönnunarþjónustu á sviði orkuferla, þar sem lögð er áhersla á hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir.

Þjónustan nær yfir allt frá gashreinsun og vatnsmeðhöndlun til kolefnisföngunar og áreiðanleikakannana fyrir orkufyrirtæki og iðnað.

Sjálfbær orka, hreinni framtíð

Gashreinsun er ferli sem notað er til að fjarlægja óæskileg efni úr gasi, svo sem mengunarefni eða óhreinindi. Þetta er mikilvægt í mörgum iðngreinum þar sem hreint gas er nauðsynlegt fyrir framleiðsluferli eða til að uppfylla umhverfisstaðla. Ferlið getur falið í sér mismunandi aðferðir, svo sem efnahvörf, síun eða þéttingu.

Vatnsvinnsla felur í sér vinnslu vatns til að ná fram ákveðnum skilyrðum varðandi t.d. sýrustig, seltu og innihald súrefnis eða annarra efna. Aðferðirnar geta falið í sér síun, loftun, íblöndun og/eða sótthreinsun vatns, eftir þörfum viðkomandi verkefnis. Lausnir fyrir fiskeldi, sundlaugar, baðlón og veitukerfi.

Kolefnisföngun (e. carbon capture) er ferli sem notað er til að fanga og geyma koldíoxíð (CO₂) sem annars myndi sleppa út í andrúmsloftið og stuðla að loftslagsbreytingum.

Áreiðanleikaúttekt snýst um að skoða og meta fyrirtæki eða framkvæmdir út frá áhættuþáttum sem tengjast fjárhag, lögum og reglugerðum, og orðspori.

Þjónusta

  • Hönnun á þvottaturnum fyrir hreinsun á gasi
  • Hermun og hönnun á tækjabúnaði
  • Rýni á hönnun og val á búnaði til hreinsunar vatns
  • Ráðgjöf við val á tækni til að fanga og geyma koltvísýring
  • Mat á áreiðanleika fyrirtækja eða framkvæmda

Tengiliðir

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Deild: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is