Sjálfbær orka, hreinni framtíð
Gashreinsun er ferli sem notað er til að fjarlægja óæskileg efni úr gasi, svo sem mengunarefni eða óhreinindi. Þetta er mikilvægt í mörgum iðngreinum þar sem hreint gas er nauðsynlegt fyrir framleiðsluferli eða til að uppfylla umhverfisstaðla. Ferlið getur falið í sér mismunandi aðferðir, svo sem efnahvörf, síun eða þéttingu.
Vatnsvinnsla felur í sér vinnslu vatns til að ná fram ákveðnum skilyrðum varðandi t.d. sýrustig, seltu og innihald súrefnis eða annarra efna. Aðferðirnar geta falið í sér síun, loftun, íblöndun og/eða sótthreinsun vatns, eftir þörfum viðkomandi verkefnis. Lausnir fyrir fiskeldi, sundlaugar, baðlón og veitukerfi.
Kolefnisföngun (e. carbon capture) er ferli sem notað er til að fanga og geyma koldíoxíð (CO₂) sem annars myndi sleppa út í andrúmsloftið og stuðla að loftslagsbreytingum.
Áreiðanleikaúttekt snýst um að skoða og meta fyrirtæki eða framkvæmdir út frá áhættuþáttum sem tengjast fjárhag, lögum og reglugerðum, og orðspori.
	
				
			
			
Þjónusta
- Hönnun á þvottaturnum fyrir hreinsun á gasi
- Hermun og hönnun á tækjabúnaði
- Rýni á hönnun og val á búnaði til hreinsunar vatns
- Ráðgjöf við val á tækni til að fanga og geyma koltvísýring
- Mat á áreiðanleika fyrirtækja eða framkvæmda