Rannsóknir, vernd og sjálfbær framtíð
Verkís býður upp á faglega og ábyrga ráðgjöf, rannsóknir og vöktun tengda fugla- og gróðurlífi. Markmiðið er að tryggja að framkvæmdir fari fram í sátt við náttúrufar og stuðli að sjálfbærri þróun.
Framkvæmdir geta haft bæði varanleg og tímabundin áhrif á fugla. Varanleg áhrif felast einkum í skerðingu búsvæða, svo sem varp- og fæðuöflunarsvæða, en tímabundin áhrif tengjast truflun meðan á framkvæmdum stendur. Mannvirki á borð við raflínur, vindmyllur og byggingar geta einnig aukið hættu á árekstrum fugla við mannvirki.
Verkís framkvæmir fuglatalningar, mat á þéttleika varpfugla og búsvæðamat ásamt mati á áflugshættu. Að loknum framkvæmdum getur fyrirtækið tekið að sér vöktun, þar á meðal mælingar á breytingum í fjölda og þéttleika fugla, mat á áflugi og aðrar tengdar greiningar. Einnig veitir Verkís ráðgjöf vegna vandamála sem fuglar valda, meðal annars á flugvöllum og í þéttbýli.
Í gróðurrannsóknum er metið grunnástand gróðurs og flóru á framkvæmdasvæðum áður en framkvæmdir hefjast. Lögð er áhersla á kortlagningu vistgerða og greiningu plöntutegunda til að meta sérstöðu svæða, verndargildi og válistastöðu. Sérfræðingar Verkís annast rannsóknir á vettvangi, gerð vistgerðakorta og greiningu niðurstaðna. Einnig er lagt mat á líkleg áhrif framkvæmda á gróður og vistkerfi, og þar sem þörf er á eru settar fram tillögur að mótvægisaðgerðum og/eða vöktunaráætlunum.
Verkís leggur áherslu á faglega vinnu, nákvæmar greiningar og ábyrg viðmið í öllum rannsóknum og mati á umhverfisáhrifum, til að tryggja að framkvæmdir séu í samræmi við náttúrufar, landslag og sjálfbæra þróun.
Verkefni
- Hvalárvirkjun
- Djúpadalsvirkjun 3
- Snjóflóðavarnir á Patreksfirði
- Tunguárvirkjun
- Virkjanir á veituleið
- Blöndulundur
- Búrfellslundur
- Stormorka
- Landsnet – fuglar og raflínur
- Holtavörðuheiðarlína 1
- Máfar í Sjálandi
- Biskupstungnabraut